Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Ísak Bergmann ónotaður varamaður í fyrsta leik ársins
Said El Mala hefur verið sjóðandi heitur með Köln
Said El Mala hefur verið sjóðandi heitur með Köln
Mynd: Köln
Union Berlín gerði jafntefli við Mainz
Union Berlín gerði jafntefli við Mainz
Mynd: EPA
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Köln gerðu 2-2 jafntefli við Heidenheim í fyrsta leik ársins í þýsku deildinni í dag.

Ísak hefur komið mikið við sögu á fyrsta tímabili sínu með Köln en þurfti að dúsa á bekknum gegn Heidenheim.

Heidenheim komst tvisvar í forystu í leiknum en Köln kom til baka og var það Said El Mala sem náði í stigið fyrir Köln. Hann hefur átt frábært tímabil og var að gera sjötta mark sitt í deildinni.

Freiburg lagði Hamburger SV að velli, 2-1. Luka Vuskovic, sem er á láni hjá Hamburger frá Tottenham, kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik en Freiburg kom til baka og vann.

Vincenzo Grifo skoraði úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar og gerði Igor Matanovic sigurmarkið þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Union Berlín og Mainz gerðu 2-2 jafntefli. Danilho Doekhi gerði jöfnunarmark Union undir lok leiksins.

Freiburg 2 - 1 Hamburger
0-1 Luka Vuskovic ('49 )
1-1 Vincenzo Grifo ('53 , víti)
2-1 Igor Matanovic ('83 )

Heidenheim 2 - 2 Koln
1-0 Marvin Pieringer ('15 )
1-1 Eric Martel ('18 )
2-1 Julian Niehues ('26 )
2-2 Said El Mala ('48 )

Union Berlin 2 - 2 Mainz
0-1 Nadiem Amiri ('30 )
0-2 Benedict Hollerbach ('69 )
1-2 Woo-Yeong Jeong ('77 )
2-2 Danilho Doekhi ('86 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 16 9 6 1 29 15 +14 33
3 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
4 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
5 Stuttgart 16 9 2 5 29 23 +6 29
6 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
7 Eintracht Frankfurt 16 7 5 4 33 33 0 26
8 Freiburg 16 6 5 5 27 27 0 23
9 Union Berlin 16 6 4 6 22 25 -3 22
10 Köln 16 4 5 7 24 26 -2 17
11 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 16 3 3 10 15 36 -21 12
18 Mainz 16 1 6 9 15 28 -13 9
Athugasemdir
banner
banner
banner