Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 10. mars 2023 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Allt jafnt í Garðabæ
Jasmín Erla gerði mark Stjörnunnar
Jasmín Erla gerði mark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 1 Breiðablik
1-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('33 )
1-1 Birta Georgsdóttir ('62 )

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn. 1-1, í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en liðin áttust við í Miðgarði í Garðabæ.

Jasmín Erla Ingadóttir gerði annað mark sitt í bikarnum er hún kom Stjörnunni yfir á 33. mínútu en Birta Georgsdóttir jafnaði fyrir Blika um miðjan síðari hálfleikinn. Fjórða mark Birtu í Lengjubikarnum á þessu tímabili.

Liðin sættust á að deila stigunum en Stjarnan er áfram í efsta sæti í riðli 2 með 10 stig eftir fjóra leiki en Blikar í öðru sæti með 7 stig eftir þrjá leiki.

Blikar eiga möguleika á að taka toppsætið á þriðjudag er liðið spilar við ÍBV.
Athugasemdir
banner