Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
Turnar Segja Sögur: Pizzagate
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir á botninum og Þróttarar stimpla sig í toppbaráttu
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Leiðin úr Lengjunni: Njarðvíkingar fara á toppinn og falldraugurinn svífur yfir Árbænum
Útvarpsþátturinn - Boltabullur, markamet og enski boltinn
Turnar Segja Sögur: Gullit&Rijkaard
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Tveggja Turna Tal - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
   mið 10. apríl 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Niðurtalningin: HK - Leifur Andri og Hörður Árna
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Niðurtalning Fótbolta.net. Arnar Daði fær til sín góða gesti og við teljum niður í Pepsi-Max deildina.

Í dag er komið að því að ræða við tvo leikmenn úr HK en HK-ingum er spáð 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. Þetta eru þeir Leifur Andri Leifsson og Hörður Árnason.

Báðir eru þeir uppaldir í HK. Leifur Andri hefur leikið nær allan sinn meistaraflokksferil með HK að undanskyldum nokkrum árum með varaliði félagsins, Ými.

Hörður gekk í raðir HK um mitt síðasta sumar frá Stjörnunni þar sem hann hafði leikið í Garðabænum undanfarin ár. Nú er hann hinsvegar kominn aftur í uppeldisfélagið sitt og stefnir á að enda ferilinn í Kópavoginum.

Fyrsti leikur HK í Pepsi Max-deildinni er á laugardaginn 27. apríl þegar þeir heimsækja FH í Kaplakrikann klukkan 16:00.

Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna bæði hér að ofan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Þú getur keypti bæði Leif Andra og Hörð í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Athugasemdir
banner