Klukkan 19:15 hefst viðureign Stjörnunnar og Víkings í 1. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ. Víkingi er spáð 3. sæti í sumar hér á Fótbolta.net og Stjörnunni 6. sætinu.
Búið er að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér fyrir neðan. Í fyrstu skýrslu voru þeir Baldur Logi Guðlaugsson og Joey Gibbs skráðir í byrjunarliði Stjörnunnar. Við uppfærslu virðist það hins vegar rangt. Ísak Andri Sigurgeirsson og Heiðar Ægisson eru í liðinu og þeir Baldur og Joey á bekknum.
Búið er að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér fyrir neðan. Í fyrstu skýrslu voru þeir Baldur Logi Guðlaugsson og Joey Gibbs skráðir í byrjunarliði Stjörnunnar. Við uppfærslu virðist það hins vegar rangt. Ísak Andri Sigurgeirsson og Heiðar Ægisson eru í liðinu og þeir Baldur og Joey á bekknum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Víkingur R.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ fyrir sex dögum síðan. Pablo Punyed, Nikolaj Hansen, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson koma allir inn í liðið.
Beinar textalýsingar
14:00 Fylkir - Keflavík
14:00 KA - KR
18:30 Valur - ÍBV
19:15 Stjarnan - Víkingur
19:15 Fram - FH
20:00 Breiðablik - HK
Fréttin birtist fyrst 18:20 en var uppfærð 18:51 og komið inn á breytingarnar á skýrslunni
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
32. Örvar Logi Örvarsson
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson
Athugasemdir