Margrét er uppalin hjá KA og hefur leikið með Þór/KA allan sinn feril á Íslandi. Hún lék fyrri part ársins 2023 með Parma á Ítalíu og sneri aftur í Þór/KA í sumarglugganum.
Margrét er sóknarmaður sem hefur skorað 50 mörk í 186 leiki í meistaraflokki. Á sínum tíma lék hún sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017 og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Margrét er sóknarmaður sem hefur skorað 50 mörk í 186 leiki í meistaraflokki. Á sínum tíma lék hún sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017 og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Margrét Árnadóttir
Gælunafn: Magga svona oftast, stundum Magnús
Aldur: 25
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2015 vs ÍBV, kom inn á í stöðunni 5-2 fyrir þeim og skoraði 2, en það dugði ekki til.
Uppáhalds drykkur: Ískalt sódavatn helst beint eftir leik
Uppáhalds matsölustaður: Lyst í lystigarðinum á Akureyri, mæli með!
Uppáhalds tölvuleikur: Spila stundum Skip-bo í símanum, voða lítið annað
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: New Girl er all time fav, en er líka mikil Love island kona
Uppáhalds tónlistarmaður: JóiP og Króli
Uppáhalds hlaðvarp: Þarf alltaf að vera grín er best
Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Liðið í ÞAAVG og Steindi mega slást um þetta
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pakkinn þinn er kominn á vöruhús okkar á staðnum.... einhverjir meistarar að reyna að scama mig
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Á marga góða ættingja á króknum en mun sennilega ekki setjast að þar á næstunni...
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Örugglega bara Pernille Harder í Meistaradeildinni á sínum tíma
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Að hafa Túfa sem þjálfara í yngri flokkum var svindl og síðan verð ég að gefa Jóa shout hér líka
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Að vera frammi á móti Örnu Sif er þreytt
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Luis Suarez og Margrét Lára voru í uppáhaldi
Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn 2017
Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í bikarúrslit í fyrra
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ekki í liði atm, en vill fá Berglindi Baldursdóttur heim í Þór/KA aftur
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Hafdís Nína og Bríet Fjóla
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Hermann Helgi Rúnarsson
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Amalía Árnadóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Sleppa legghlífum
Uppáhalds staður á Íslandi: Boginn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Átti einhvern tímann að stíga á vítapunktinn í leik þegar andstæðingur benti dómara á að ég væri með eyrnalokk sem ég gleymdi að taka úr í öðru eyranu og mátti því ekki taka. Skoruðum samt úr vítinu.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki þannig
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Rosa lítið, aðeins með stelpunum í körfunni og handboltanum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial oftast
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Textíl- og myndmennt og svoleiðis var ekki fyrir mig
Vandræðalegasta augnablik: Ekkert augnablik sem stendur upp úr, en það var frekar vandræðalegt að taka upp Bestu deildar auglýsinguna um daginn.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Mo Salah, Trent og Van Dijk í dinner og ræða samningsmálin.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Hulda Ósk þegar hún þenur raddböndin
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Sendi Agnesi og Karen inn í Love Island villuna sem two hot new bombshells
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er risa Eurovision nördi
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kimberley Dóra kemur manni oft á óvart, þú veist aldrei her next move
Hverju laugstu síðast: Að ég myndi fara á fætur eftir 1 mín
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi biðja vinkonu mína Rihönnu um comeback bara
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar!!!
Athugasemdir