Óskar Hrafn Þorvaldsson var í dag tilkynntur sem nýr starfsmaður knattspyrnudeildar KR en hann mun starfa þar sem faglegur ráðgjafi.
„Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar," sagði í tilkynningu KR.
Óskar hefur ekki verið í starfi hjá félagi frá því að hann hætti sem þjálfari norska félagsins Haugesund snemma í síðasta mánuði.
Fótbolti.net ræddi við nýjasta starfsmann knattspyrnudeildar KR í dag.
„Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar," sagði í tilkynningu KR.
Óskar hefur ekki verið í starfi hjá félagi frá því að hann hætti sem þjálfari norska félagsins Haugesund snemma í síðasta mánuði.
Fótbolti.net ræddi við nýjasta starfsmann knattspyrnudeildar KR í dag.
„Ég þekki marga í KR og hef alist upp með mörgu af þessu fólki. Ég hef átt í samtölum við aðila þarna innanhúss í dálítinn tíma. Þessi lending hefur verið í bígerð í sæmilega langan tíma," segir Óskar.
Hvert er þitt hlutverk?
„Ég á að styðja við bakið á þeim sem eru að vinna í knattspyrnudeild KR, hvort sem það er í yngri flokkunum, meistaraflokki kvenna eða meistaraflokki karla."
Gerir ekki meira en Gregg vill að hann geri
Hvernig kemur þú að starfi meistaraflokks karla?
„Það verður bara að koma í ljós með samtali milli mín og Gregg (Ryder). Ég geri náttúrulega ekki mikið meira heldur en það sem hann vill að ég geri. Hann er þjálfari liðsins og stýrir skútunni."
Hefur ekki farið leynt með þann draum
Óskar var síðast hjá KR áður en hann tók við sem þjálfari Gróttu. Þá var hann þjálfari 2. flokks hjá félaginu. Hvernig er tilfinningin að vera kominn aftur til KR?
„Meiriháttar góð. Ég get ekki sagt það (að ég hafi horft í þetta í langan tíma). Þegar maður er að vinna á öðrum stöðum er maður kannski ekki beint við hugann við önnur lið. En auðvitað hef ég ekki farið í grafgötur með það að það hefur blundað í mér að vinna í KR. Ég hef ekki farið leynt með þá drauma mína. Ég hlakka mikið til og er mjög ánægður með þetta."
Getur allt verið betra á öllum vígstöðvum
Hvernig líst þér á stöðuna hjá félaginu? Ertu búinn að ná að koma þér inn í alla hluti?
„Ég er bara ekki byrjaður, þannig ég veit ekki. Var tilkynntur í dag og þarf að reyna kynna mér þetta einhvern veginn, sjá hvar minna krafta er helst þörf. KR er öflugt félag, en ég held að menn séu sammála um að það getur allt verið betra á öllum vígstöðvum. Það er sameiginlegt verkefni allra að stuðla að því. Ég er ekki að koma inn í fullt starf. Það þarf bara að sjá hvar skórinn kreppir helst að - hvar fókusinn er settur fyrst og hvar svo og vinna þetta sæmilega kerfisbundið."
„Hef engan áhuga á því"
Leitar hugurinn aftur í meistaraflokksþjálfun?
„Eins og staðan er núna þá gerir hann það ekki. Ég hef engan áhuga á því að fara þjálfa meistaraflokk í dag."
Helsta verkefni Gregg að finna stöðugleika
Hvernig metur þú stöðuna á meistaraflokki karla og gengi liðsins?
„Gengi liðsins er undir væntingum, ég held það sé alveg ljóst, engum blöðum um það að fletta. Spilamennskan hefur verið kaflaskipt, leikir hafa verið kaflaskiptir og ég held að stærsta verkefnið fyrir Gregg sé að fá stöðugleika í frammistöðuna. Hann er með nýtt lið í höndunum, er að keyra sína hugmyndafræði, nýja hugmyndafræði. Það er margt nýtt og allt tekur tíma. Því fyrr sem stöðugleiki finnst, hvort sem það er á milli leikja eða innan leiks, þeim mun fljótari ertu að koma þér upp á báðar lappir. Það er helsta verkefni Gregg í dag," sagði Óskar.
Athugasemdir