Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn ráðinn til KR (Staðfest)
Faglegur ráðgjafi hjá knattspyrnudeild KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti rétt í þessu að félagið væri búið að ráða Óskar Hrafn Þorvaldsson til starfa hjá knattspyrnudeild félagsins.

Hann hefur strax störf en verður í hlutastarfi fyrstu vikurnar þar sem hann verður í öðrum verkefnum annars staðar.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að Óskar muni veita þjálfurum og starfsmönnum knattspyrnudeildar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.

Óskar er uppalinn KR-ingur, var leikmaður liðsins á sínum tíma, þjálfaði yngri flokka þar og er stuðningsmaður félagsins.

Tilkynning KR
Óskar Hrafn ráðinn til KR

Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram.

Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.

Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.

Við bjóðum Óskar Hrafn velkominn til starfa og væntum mikils af samstarfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner