Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 10. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Man Utd hafi átt betra tímabil en Arsenal
Usain Bolt
Usain Bolt
Mynd: Getty Images
Usain Bolt, fljótasti maður heims, segir að Manchester United hafi átt betra tímabil en erkifjendur þeirra í Arsenal.

Arsenal var eitt af bestu liðum Evrópu á síðasta tímabili. Það var lengi í baráttu um titilinn, en töpuðu fyrir Manchester City á lokametrunum.

Þrátt fyrir frábært tímabil tókst Arsenal ekki að vinna bikar á tímabilinu á meðan Manchester United, uppáhalds lið Bolt, vann enska bikarinn.

Bolt er á því að United hafi átt betra tímabil og rökstuddi það með bikarnum sem liðið vann gegn Man City á Wembley.

„Þetta er svona svipað og þegar ég er á hlaupabrautinni og það gengur vel. Síðan fer ég í úrslitakeppnina og fæ engar medalíur,“ sagði Jamaíkumaðurinn.

Þá telur hann að áttunda sæti deildarinnar hafi verið viðunandi árangur, en hann vildi frekar að Man City myndi vinna deildina frekar en Arsenal.

„Já, við komumst í Evrópu. Það eru allir alltaf að spyrja mig hvort ég væri frekar til í að sjá Arsenal eða Manchester City vinna deildina og ég segi alltaf „Það er auðvelt val, auðvitað Man City“, Fólk svarar þá og segir: „En þetta eru erkifjendur ykkar“, Ég þekki marga stuðningsmenn Arsenal og þeir tala svo mikið þegar þeir eru á toppnum. Ég svara þeim yfirleitt bara með því að segja: „Þið hafið ekki unnið neitt enn“. Ímyndaðu þér ef þeir myndu vinna? Guð minn góður, þá væri þetta búið,“ sagði Bolt.
Athugasemdir
banner
banner