Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 10. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þurfa að punga út 50 milljónum punda fyrir Douglas Luiz
Mynd: EPA
Aston Villa hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz en þetta kemur fram í enska blaðinu Daily Mirror.

Þessi 26 ára gamli leikmaður átti fast sæti í liði Villa á síðasta tímabili er það kom sér í Meistaradeild Evrópu.

Hann skoraði 10 mörk gaf 10 stoðsendingar, en Villa gæti þó neyðst til að selja hann frá félaginu til að eiga ekki í hættu á að fá refsingu fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar.

Samkvæmt MIrror vill Villa fá 50 milljónir punda fyrir Luiz sem er sterklega orðaður við Arsenal, en Juventus og AC Milan eru einnig áhugasöm.

Villa hefur áhuga á því að fá Conor Gallagher frá Chelsea, en viðræður eru þegar í farvegi. Chelsea vill fá 50 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner
banner