Hollenska fótboltasambandið hefur tekið þá ákvörðun að skipta út enska þjálfaranum Mark Parsons fyrir leikinn sem er framundan gegn Íslandi.
Í yfirlýsingu frá hollenska fótboltasambandinu kemur fram að árangurinn að undanförnu hafi ekki verið nægilega góður.
Holland fór inn á EM sem ríkjandi meistari en liðið virkaði ekki sannfærandi og endaði á því að detta út í átta-liða úrslitum gegn Frakklandi.
Parsons tók við hollenska landsliðinu af Sarinu Wiegman - sem stýrði Englandi til sigurs á EM í sumar - en hann hefur núna verið látinn taka pokann sinn.
Holland verður því með nýjan þjálfara gegn Íslandi í næsta mánuði. Það er í raun hreinn úrslitaleikur um sæti á HM, en Íslandi mun líklega duga jafntefli í þeim leik til að vinna riðilinn.
Holland mun líklega tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara á næstu dögum.
Athugasemdir