Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 10. september 2020 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michy Batshuayi til Crystal Palace (Staðfest)
Belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er kominn til Crystal Palace á láni frá Chelsea út tímabilið.

Batsuhayi skoraði sex mörk í þrettán leikjum á láni hjá Palace síðari hlutann á þarsíðasta tímabili.

Batshuayi var á eftir Timo Werner, Olivier Giroud og Tammy Abraham í röðinni hjá Chelsea. Palace mun greiða hluta af launum hans og félagið á svo möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum skrifaði Batshuayi undir framlengingu á samningi sínum við Chelsea og því fer hann ekki frítt næsta sumar.

Batshuayi skoraði á dögunum tvennu þegar Belgía vann 5-1 sigur á Íslandi.

Crystal Palace er spáð 15. sæti í spá fréttamanna Fótbolta.net fyrir tímabilið. Palace mætir Southampton í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner
banner