Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 04. september 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 15. sæti
Crystal Palace
Crystal Palace hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá 2013.
Crystal Palace hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá 2013.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjórinn.
Roy Hodgson, stjórinn.
Mynd: Getty Images
Lykilmaðurinn og langbesti maður liðsins.
Lykilmaðurinn og langbesti maður liðsins.
Mynd: Getty Images
Palace nældi í Eberechi Eze frá QPR.
Palace nældi í Eberechi Eze frá QPR.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Patrick van Aanholt. Þessi mynd var tekin eftir sigur á Man Utd í byrjun síðasta tímabils.
Bakvörðurinn Patrick van Aanholt. Þessi mynd var tekin eftir sigur á Man Utd í byrjun síðasta tímabils.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 15. sæti er Crystal Palace.

Um liðið: Crystal Palace er félag frá Selhurst hverfinu í Croydon í Suður-London. Félagið hefur verið í efstu deild samfleytt frá árinu 2013 og stefnir á að vera þar áfram undir stjórn hins þaulreynda Roy Hodgson.

Staða á síðasta tímabili: 14. sæti.

Stjórinn: Roy Hodgson er að fara inn í sitt þriðja heila tímabil sem stjóri Palace eftir að hafa tekið við liðinu í byrjun tímabilsins 2017 eftir að Frank de Boer. Þessi þaulreyndi stjóri hefur komið á stöðguleika hjá Palace en hann er ekki alveg búinn að segja sitt síðasta í boltanum þrátt fyrir að vera orðinn 73 ára gamall. Hodgson hefur komið víða við á löngum þjálfaraferlinum, meðal annars þjálfað í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og í Sviss. Svo eitthvað sé nefnt. Þá stýrði hann enska landsliðinu frá 2012 til 2016 með ekki svo góðum árangri.

Styrkleikar: Það er mikið af reynslumiklum mönnum í liðinu og leikmönnum sem hafa verið lengi saman í þessu liði. Zaha er frábær leikmaður og í raun alltof góður til að spila í neðri helmingi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikill styrkleiki fyrir Palace að halda honum. Það hafa líka komið inn ungir og spennandi leikmenn í sumar sem ættu að koma með ferska vinda inn í liðið. Liðið var fínt varnarlega á síðasta tímabili og getur alltaf komið á óvart með því að vinna stóru strákana í deildinni.

Veikleikar: Markaskorun var stórt vandamál á síðustu leiktíð. Norðmaðurinn Alexander Sørloth skoraði svipað mikið af mörkum á láni í Tyrklandi og Palace gerði í deildinni á síðasta tímabili. Sørloth hefur verið sterklega orðaður við RB Leipzig í sumar en hann er enn á láni í Tyrklandi. Benteke er ekki að fara að skora mikið af mörkum. Liðið endaði síðasta tímabil mjög illa og spurning er hvort Hodgson sé ekki búinn að taka liðið eins langt og hann getur tekið það. Eddie Howe er á lausu og maður veltir því fyrir sér hvort Palace ætti ekki að hoppa á hann.

Talan: 45. Hodgson er að fara inn sitt 45. ár sem þjálfari. Hann byrjaði að þjálfa 1976 þegar hann tók við Halmstad í Svíþjóð. Hann er elsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar.

Lykilmaður: Wilfried Zaha
Engin spurning. Zaha er langbesti leikmaðurinn í Palace og á deginum sínum er hann illviðráðanlegur. Hann er með betri leikmönnum deildarinnar utan topp sex liðanna.

Fylgstu með: Eberechi Eze
Palace borgaði um 20 milljónir punda til að næla í Eze frá QPR í sumar. Eze er sóknarmiðjumaður sem hefur farið mikinn í Championship-deildinni og skoraði hann 14 mörk þar í fyrra. Leikmaður sem á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands og gæti komið með mikinn kraft inn í lið Palace.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Sjö töp í röð eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni fengu marga til að efast verulega um hinn gamalreynda Roy Hodgson en hann er áfram við stjórnvölinn. Palace keypti U21 árs framherjan Eberechi Eze fyrir 19,5 milljónir punda sem er það besta sem félagið hefur borgað fyrir leikmann í þrjú ár. Hodgson fær nú það verkefni að koma honum og fleiri ungum mönnum inn í liðið til að fríska upp á hlutina. Palace er á meðal tíu efstu félaganna þegar kemur að launum leikmanna en hefur ekki endað á efra skiltinu undanfarin fimm ár. Svo gæti farið að Palace þurfi að losa dýra leikmenn og þá gæti fallbarátta beðið liðsins en inn á milli eru góðir leikmenn sem geta gert góða hluti. Aðalatriðið er að Wilfried Zaha er enn þá í Palace og liðið er alltaf hættulegt með hann frammi."

Komnir:
Nathan Ferguson frá West Brom - Frítt
Eberechi Eze frá QPR - 19,5 milljónir punda

Farnir:

Fyrstu leikir: Southampton (H), Man Utd (Ú), Everton (H).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner