Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 10. október 2020 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vil fara aftur í tímann og berja unga drenginn með hamri"
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner segist sjá eftir því hvernig fótboltaferillinn hefur farið.

Arsene Wenger fékk Bendtner til Arsenal en hann náði ekki að láta ljós sitt skína. Í nýrri ævisögu sinni viðurkennir hann að hafa drukkið og veðjað mikið þegar hann var leikmaður Lundúnafélagsins.

Bendtner er mjög vinsæll hjá fótboltaáhugamönnum, þá aðllega vegna þess að hann hefur komist í fréttirnar fyrir að segja og gera heimskulega hluti utan vallar.

„Ég varð of hrifinn af lífsstílnum sem kom með peningunum," segir Bendtner að því er kemur fram hjá Guardian.

„Ég vil fara aftur í tímann og berja þennan unga dreng í hausinn með hamri. Gera honum ljóst hversu gott tækifæri þetta var. Að hann sé með eitthvað sérstakt, eitthvað sem hann verður að passa vel upp á."

Bendtner er í dag 32 ára og félagslaus. Hann var síðast á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner