Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 10. nóvember 2019 17:21
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Morata skoraði og lagði upp í sigri Atlético
Diego Simeone og lærisveinar hans í Atlético Madrid unnu Espanyol 3-1 í spænsku deildinni í dag en Villarreal tapaði þá með sömu markatölu gegn Villarreal.

Athletic Bilbao lagði Levante 2-1. Sergio Postigo kom gestunum í Levante yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Iker Muniain jafnaði metin á 57. mínútu. Það var svo Ander Capa sem tryggði Bilbao öll stigin með marki á 88. mínútu.

Atlético Madrid vann þá Espanyol 3-1. Það var sama sagan þar en gestirnir komust yfir á 38. mínútu. Madrídingar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Angel Correa áður en Alvaro Morata gerði annað mark Atlético á 58. mínútu. Koke gerði svo út um leikinn í uppbótartíma.

Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, er á láni hjá Real Mallorca en hann skoraði í 3-1 sigri liðsins á Villarreal. Þrjár vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum og var skorað úr þeim öllum. Lago Junior og Dani Rodriguez skoruðu úr sínum spyrnum fyrir Mallorca á meðan Santi Cazorla skoraði fyrir Villarreal.

Úrslit og markaskorarar:

Athletic 2 - 1 Levante
0-1 Sergio Postigo ('45 )
1-1 Iker Muniain ('57 )
2-1 Ander Capa ('88 )

Atletico Madrid 3 - 1 Espanyol
0-1 Sergi Darder ('38 )
1-1 Angel Correa ('45 )
2-1 Alvaro Morata ('58 )
3-1 Koke ('90 )

Mallorca 3 - 1 Villarreal
1-0 Lago Junior ('13 , víti)
2-0 Dani Rodriguez ('24 , víti)
2-1 Santi Cazorla ('49 , víti)
3-1 Takefusa Kubo ('53 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 12 4 4 4 11 10 +1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Girona 12 1 5 6 10 24 -14 8
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir