Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. nóvember 2024 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Öruggur sigur í síðasta leik Van Nistelrooy - Ipswich lagði Tottenham
Bruno Fernandes spilaði sinn 250. leik fyrir Man Utd í dag
Bruno Fernandes spilaði sinn 250. leik fyrir Man Utd í dag
Mynd: EPA
Ipswich komið með sinn fyrsta sigur
Ipswich komið með sinn fyrsta sigur
Mynd: EPA

Manchester United vann öruggan sigur á Leicester í síðasta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en Rúben Amorim tekur við liðinu í vikunni.


Bruno Fernandes kom liðinu yfir eftir laglegan undirbúning Amad Diallo. Fernandes var aftur á ferðinni þegar Victor Kristiansen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en boltinn fór af honum eftir að Fernandes reyndi að skalla boltann í netið.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur en Alejandro Garnacho kom inn á sem varamaður og hann innsiglaði sigurinn með glæsilegu marki. Átti skot fyrir utan vítateiginn í fjærhornið.

Ipswich vann sinn fyrsta sigur þegear liðið heimsótti Tottenham. Sammie Szmodics kom liðinu yfir eftir undirbúning Liam Delap. Delap bætti svo öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks.

Dominic Solanke kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Rodrigo Bentancur tókst að minnka muninn fyrir Tottenham og heimamenn reyndu hvað þeir gátu að sækja fleiri mörk en sigur Ipswich staðreynd.

Nottingham Forest hefur verið að spila frábærlega á tímabilinu en liðið tapaði öðrum leik sínum í dag.

Murillo sá til þess að liðið var með foyrstuna gegn Newcastle í hálfleik en Alexander Isak jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Joelinton bætti öðru markinu við og Harvey Barnes innsiglaði sigurinn eftir að hafa verið inn á vellinum í örfáar mínútur.

Manchester Utd 3 - 0 Leicester City
1-0 Bruno Fernandes ('17 )
2-0 Victor Kristiansen ('38 , sjálfsmark)
3-0 Alejandro Garnacho ('82 )

Nott. Forest 1 - 3 Newcastle
1-0 Murillo ('21 )
1-1 Alexander Isak ('54 )
1-2 Joelinton ('72 )
1-3 Harvey Barnes ('83 )

Tottenham 1 - 2 Ipswich Town
0-1 Sammie Szmodics ('31 )
0-2 Liam Delap ('43 )
1-2 Rodrigo Bentancur ('69 )


Athugasemdir
banner
banner
banner