Breiðablik fær írska liðið Shamrock Rovers í heimsókn á Laugardalsvöll í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun.
Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.
Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.
Veðbankar telja Breiðablik sigurstranglegri í leiknum á morgun en Epicbet er með stuðulinn 1,83 á sigur Kópavogsliðsins en 3,94 á sigur Shamrock. Stuðullinn 3,69 er á jafntefli.
Þetta er í annað sinn sem Breiðablik kemst í lokakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið hefur enn ekki náð að landa sigri.
Breiðablik er með tvö stig í deildinni núna og situr í 32. sæti af 36 liðum. Shamrock er í 35. sæti með aðeins eitt stig.
Athugasemdir




