Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
   sun 03. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Mikael valdi Ísland fram yfir Danmörk: Erfið ákvörðun
Mikael (í fjólubláu) i leik með Midtjylland á síðasta tímabili.
Mikael (í fjólubláu) i leik með Midtjylland á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína," sagði Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á æfingu íslenska U21 árs landsliðsins á föstudag.

Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?

„Þeir voru ekki ánægðir með það. Þeir vissu samt að ég vildi spila fyrir Ísland því ég fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan."

Mikael er á mála hjá FC Midtjylland en hann spilaði sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir því. Núna er ég að fara á láni í Vendsyssel í 1. deildinni til að spila meira og fá meiri reynslu. Síðan kem ég til baka í FC Midtjylland og þá þarf ég að spila meira."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner