Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 11. janúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var miðjumaður en það breyttist - „Virðist hafa verið sniðug hugmynd"
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir er í dag einn mest spennandi vinstri bakvörður í Evrópu en hún gekk nýverið í raðir Noregsmeistara Vålerenga frá Stjörnunni.

Sædís, sem er 19 ára gömul, átti frábært síðasta ár og náði að festa sig í sessi í A-landsliðinu.

En Sædís var ekki alltaf vinstri bakvörður. Hún ólst upp á Snæfellsnesi og þegar hún byrjaði að spila fótbolta þá var hún á miðjunni. Hún færði sig svo yfir í vinstri bakvörðinn þegar hún fór að æfa og spila með strákum.

„Ég var miðjumaður hjá Víkingi Ólafsvík á sínum tíma," sagði Sædís í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Ég byrjaði að spila með strákunum í vinstri bakverði og spilaði þá sem miðjumaður hjá stelpunum. Ég varð alfarið bakvörður þegar ég fór í Stjörnuna."

Í Ólafsvík þarf að safna í lið og því spilaði Sædís stundum með strákunum. Hún segir að það hafi verið góð reynsla.

„Það er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa fengið að spila með bæði strákum og stelpum. Þeir spila aðeins öðruvísi og það hjálpaði mér virkilega mikið að spila með þeim."

Sædís hefur svo blómstrað í vinstri bakverðinum. „Þetta virðist hafa verið sniðug hugmynd sem breytti mér sem leikmanni."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sædís: Stíga í allar tröppurnar án þess að hoppa yfir fimm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner