Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 11. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Katrín Ásbjörns meiddist illa í gær - „Þetta lítur ekki vel út"
Katrín kom til Blika frá Stjörnunni eftir síðasta tímabil
Katrín kom til Blika frá Stjörnunni eftir síðasta tímabil
Mynd: Breiðablik
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Breiðabliks , gæti verið frá út tímabilið eftir að hafa meiðst illa í 1-1 jafntefli gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í Garðabæ í gær.

Katrín meiddist illa eftir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli.

Tæklingin virkaði alls ekki í grófari kantinum en engu að síður lá Katrín sárþjáð á vellinum. Við fyrstu sýn leit þetta ekki vel út og er nú óvissa hvort hún verði meira með á tímabilinu.

Katrín segist hafa fundið smell þegar atvikið átti sér stað og heldur að meiðslin séu af alvarlegum toga en hún mun fara í myndatöku rétt eftir helgi.

„Þetta lítur ekki vel út. Það kom smellur og ég er með verki í innanverðu hnénu. Ég fer í myndatöku sem fyrst eftir helgi og vona það besta,“ sagði Katrín við Fótbolta.net.

Katrín kom til Blika frá Stjörnunni eftir síðasta tímabil en þá skoraði hún 9 mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni. Hún hefur verið bestu bestu leikmönnum deildarinnar síðasta áratuginn eða svo.
Athugasemdir
banner
banner
banner