Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 11:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: in.fo 
Gunnar Vatnhamar mætir Tékklandi og Svartfjallalandi
Gunnar Vatnhamar á æfingu Víkings.
Gunnar Vatnhamar á æfingu Víkings.
Mynd: Víkingur
Eyðun Klakstein landsliðsþjálfari Færeyja hefur tilkynnt hóp fyrir komandi leiki. Eyðun var ráðinn landsliðsþjálfari til frambúðar í febrúar eftir að hafa stýrt liðinu til bráðabirgða eftir að Svíinn Håkan Ericson var rekinn í fyrra.

Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings er í hópnum en ekki er pláss fyrir Jóan Símun Edmundsson sem nýlega gekk aftur í raðir KA.

Færeyjar leika útileiki gegn Tékklandi og Svartfjallalandi 22. og 25. mars í undankeppni HM. Í riðlinum er einnig Gíbraltar og svo mun tapliðið úr viðureign Frakklands og Króatíu bætast í riðilinn.

Færeyski hópurinn:
• Bárður á Reynatrøð, Víkingur í Götu
• Mattihas H. Lamhauge, FC Fredericia
• Ari í Haraldstovu Petersen, 07 Vestur
• Andrias Edmundsson, Wisla Plock (Pólland)
• Odmar Færø, KÍ
• Gunnar Vatnhamar, Víkingur Reykjavík (Ísland)
• Arnbjørn Svensson, Víkingur
• Jóannes Kalsø Danielsen, KÍ
• Samuel Chukwudi, SJK Seinajoki (Finnland)
• Viljormur Davidsen, HB
• Jann Julin Benjaminsen, NSÍ Runavík
• Árni Frederikseberg, KÍ
• Géza Dávid Turi, Grimsby Town FC (England)
• Hallur Hansson, KÍ
• Brandur Hendriksson Olsen, NSÍ Runavík
• René Shaki Joensen, KÍ
• Hanus Sørensen, NK Celje (Slovenia)
• Adrian Justinussen, Hillerød Fodbold, (Danmörk)
• Noah Hans Mneney, HB
• Poul Kallsberg, Víkingur í Götu
• Meinhard Egilsson Olsen, Kolding IF (Danmörk)
• Páll Andrasson Klettskarð, KÍ
• Petur Knudsen, NSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner