Liverpool hefur mikinn áhuga á því að fá Nico Schlotterbeck, miðvörð Borussia Dortmund. Talað er um þennan 25 ára leikmann sem hugsanlegan arftaka Virgil van Dijk.
Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Dortmund sem er í tíunda sæti þýsku deildarinnar en Schlotterbeck hefur verið hrósað fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfileika.
Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Dortmund sem er í tíunda sæti þýsku deildarinnar en Schlotterbeck hefur verið hrósað fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfileika.
Bild segir að Liverpool sé til í að borga um 42 milljónir punda fyrir Schlotterbeck. Hann yrði þá næstdýrasti varnarmaður í sögu félagsins, á eftir Van Dijk sem kostaði 75 milljónir punda þegar hann kom frá Southampton 2018.
Samningur Van Dijk rennur út í sumar og óvissa er um framtíð hans.
Schlotterbeck er 1,91 metri á hæð og er á þriðja tímabili sínu með Dortmund. Hann var áður hjá Freiburg og Union Berlin. 2022 og 2023 var hann valinn í lið ársins í þýsku deildinni.
Það gæti orðið endurnýjun í vörn Liverpool í sumar en meðal leikmanna sem félagið hefur áhuga á er Milos Kerkez, bakvörður Bournemouth.
Athugasemdir