Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn PSG í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum á Anfield í kvöld.
PSG var með mikla yfirburði í fyrri leiknum en Liverpool byrjaði leikinn betur í kvöld og bæði lið fengu tækifæri til að skora en eitt mark skildi liðin að.
Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur ekki séð betri leik.
„Þetta var besti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í. Þetta var mögnuð frammistaða, sérstaklega ef þú miðar við frammistöðuna í síðustu viku. Við vorum að valta yfir þá fyrstu 20-25 mínúturnar, við sköpuðum færi eftir færi," sagði Slot.
„Skyndilega vorum við 1-0 undir. Þetta var öfugt við heppnina sem við höfðum með okkur í síðustu viku."
„Þessi leikur bauð upp á allt sem þú vilt sjá. Frá sjónarhorni Liverpool myndi maður vilja sjá að minnsta kosti jafntefli eftir 90 mínútur en þessu lauk í vítaspyrnukeppni," sagði Slot.
Liverpool vann deildakeppnina en PSG lenti í vandræðum og liðin mættust því á þessu stigi sem Slot fannst ósanngjarnt.
„Það er ósanngjarnt að falla strax úr leik, við endum á toppnum og mætum svo liði eins og PSG, það er líka góði hlutinn af fótboltanum. Það nutu þess allir í heiminum að horfa á þennan leik og ef þú vilt vinna verður þú að vera með heppnina með þér, við vorum með hana í síðustu viku en ekki í dag."
Athugasemdir