Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 09:37
Elvar Geir Magnússon
Hjörvar og Kristjana hluti af teyminu í enska boltanum
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöð 2 Sport blés í herlúðra í gær og kynnti hvernig umfjöllun stöðvarinnar um enska boltann verður á næsta tímabili. Sjónvarpsrétturinn á ensku úrvalsdeildinni mun flytjast frá Símanum yfir á Stöð 2 Sport.

Opinberað hefur verið að Hjörvar Hafliðason verður með Doc Zone á laugardögum þar sem fylgst er með öllum leikjum á sama tíma. Hjörvar fær til sín góða gesti og þeir bregðast við öllu fjörinu í rauntíma.

Þá kemur Kristjana Arnarsdóttir, sem starfaði áður á RÚV, inn í teymið á Stöð 2 Sport og stýrir umfjöllun í kringum stórleiki enska boltans.

Kjartan Atli Kjartansson verður með uppgjörsþáttinn Sunnudagsmessuna og Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason verða með þáttinn Extra á þriðjudögum þar sem fjallað verður um deildina á léttu nótunum.

Á fimmtudagskvöldum verða svo Gummi Ben og Hjálmar Örn með þáttinn Big Ben. Þar verður rætt um allt í fótboltanum en þó með aðaláherslu á enska boltann.

Arnar Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Lárus Orri Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson eru í sérfræðingateymi stöðvarinnar.
Athugasemdir
banner