Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
   sun 11. maí 2025 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Mynd: Mummi Lú
„Mér fannst á köflum leikurinn mjög góður, ég veit auðvitað að við töpuðum 6-0, mér fannst það fullstórt. Ég hefði alveg viljað sjá okkur ná 1-2 mörkum á þær," sagði Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR, eftir stórt tap gegn Þór/KA í Mjólkurbikarnum í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 KR

„Nokkur af mörkunum voru af ódýrari kantinum hjá okkur og við vitum að við þurfum að laga það. Við erum að spila við eitt af toppliðunum í Bestu deildinni, fyrir okkar lið er frábært að fá þessa reynslu og máta sig við þær. Við vinnum í því að minnka bilið."

„Við sögðum þeim að fara út og njóta þess að spila. Við gerðum smá breytingar á liðinu en gerðum það alveg skýrt að við ætluðum að fara í leikinn til þess að reyna vinna hann. Á blaði er Þór/KA miklu sterkara lið en við, en það fallega við fótboltann er að hann er spilaður á vellinum. Við gáfum þessu leik fram á síðustu mínútu."

„Nú er það bara deildin, við erum ekki að fara spila við mörg lið af þessum gæðum í okkar deild. En þetta er þangað sem við viljum komast."

„Planið hjá okkur var að tryggja liðið á þessu ári í deildinni. Fyrstu leikirnir hafa lofað góðu.


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Í lok viðtals var Ívar, sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, spurður út í sig sjálfan.

„Mér finnst æðislega gaman að þjálfa, nýt þess að geta einbeitt mér alfarið að því. Ég var svolítið til hliðar, en alltaf í kringum fótboltann. Þegar tækifærið kom að þjálfa með Gunna og hjá KR - þetta var búið að kitla mig - þá henti ég mér í þetta. Þetta er alveg krefjandi en mjög gaman," sagði Ívar.
Athugasemdir
banner