Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 29. maí 2025 20:16
Brynjar Óli Ágústsson
Túfa: Að mínu mati besti leikmaður deildarinnar
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Val
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð. Að koma hérna á einn erfiðasta útivöll í sumar og vinna þrjú stig, halda hreinu. Ég get ekki beiðið um meira.'' Srdjan Tufegdzic, þjálfari Val, eftir 0-2 sigur gegn Afturelding í 9. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Valur

Frederick Schram er kominn í byrjunarlið Valsara og er búinn að halda hreinu núna í tvem leikjum í röð.

„Ég ætla ekki að fagna þessu of mikið, við þurfum fleiri. Eins og ég kom fram í viðtali í gær þá er þetta búið að sitja í mér vegna þess að við erum búin að leggja mikla vinnu til að laga þennan hluta af okkar leik. Það var svekkjandi að varnarleikurinn var heilt yfir ekki slakur, en við eigum slæma kafla þar sem við höldum ekki hreinu,''

„Það er mikil stemning hérna í Mosfellsbæ, gaman að sjá Aftureldingu og stuðningsmenn og allt sem fylgir þeim. Að koma hérna og vinna með tvem mörkum er bara mjög sterkt.''

Patrick Pedersen, eins og vanalega, skoraði mark í dag. Er þetta besti leikmaður sem þú hefur þjálfað?

„Patrick er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar. Ekki bara besti leikmaðurinn, það vita allir hversu góður hann er í fótbolta, þetta er bara geggjaður karakter. Hann er búinn að leggja þvílíkt á sig í vetur miða við hans aldur og hann er hungraður sem ég fýla mikið,''

Birkir Heimisson skoraði mark gegn ÍBV í seinustu umferð en var utan hóps í dag.

„Birkir meiddist á æfingu í gær, pínu óheppilegt. Létt æfing daginn fyrir leik og það smá högg fyrir okkur að missa hann. Birkir er búinn að vera mjög flottur í sumar. Við erum aftur á móti með stóran hóp og við náum að leysa þetta. Ég vona að þetta er ekki mikið en það kemur meira í ljós á næstu dögum,''

Það var áhugavert að sjá að allir leikirnir í Bestu deild karla fóru fram á sama degi í dag. Túfa hefur mjög gaman af því.

„Ég held að allir fótboltamenn og við sem erum í þessum bransa elskum að spila leiki. Stutt á milli leikja, í dag var þetta eins og það er kallað 'Boxing Day'. Mér finnst mjög gaman að hafa alla leiki á sama dag og ég held að þetta er eitthvað sem KSÍ þarf að gera meira af,''

 Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir