Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 11. ágúst 2020 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Lukaku verður að þakka liðinu
Antonio Conte hefur gert frábæra hluti með Inter
Antonio Conte hefur gert frábæra hluti með Inter
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku bætti met Alan Shearer í gær er hann skoraði níunda leikinn í röð í Evrópudeildinni í 2-1 sigri Inter á Bayer Leverkusen en Antonio Conte, þjálfari liðsins, segir að hann þurfi að þakka liðinu fyrir.

Lukaku er með 31 mark á fyrsta tímabili sínu með Inter og virðist slá hvert metið á fætur öðru.

Shearer skoraði átta leiki í röð í gamla UEFA-bikarnum árið 2005 en Lukaku sló það met í gær er hann skoraði annað mark Inter í leiknum.

„Það er erfitt að tala um einstaklinga þegar liðið spilar svona vel," sagði Conte.

„Romelu er að eiga frábært tímabil en fær stuðning frá liðinu á vellinum. Það eru allir einstaklingarnir í þessu liði að gera vel á vellinum og hafa sett sig í þessa stöðu."

„Ég er ánægður fyrir hans hönd og hann á allan þennan árangur skilið en hann verður að þakka liðinu fyrir að koma honum í þessa aðstöðu þar sem hann er í besta formi ferilsins,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner