„Endurkomuleikmaður ársins 2023 er án nokkurs vafa Árni Snær Ólafsson. Það hefur enginn leikmaður komið úr svona miklu hyldýpi í svona frammistöðu,“ segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Árni Snær hefur átt frábært tímabil sem markvörður Stjörnunnar en hann hafði fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með ÍA. Hann kom til Garðabæjarliðsins síðasta vetur.
„Þvílík upprisa á hans ferli, hefur fengið uppreist æru og rúmlega það. Hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og svona er gaman að sjá," segir Tómas.
Árni Snær hefur átt frábært tímabil sem markvörður Stjörnunnar en hann hafði fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með ÍA. Hann kom til Garðabæjarliðsins síðasta vetur.
„Þvílík upprisa á hans ferli, hefur fengið uppreist æru og rúmlega það. Hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og svona er gaman að sjá," segir Tómas.
„Hann hefur verið algjörlega frábær og haldandi hreinu trekk í trekk. Auk þess að nýtast liðinu sínu vel í fótunum hefur hann verið frábær í markinu. Ég er ótrúlega hrifinn af því hvernig hann hefur náð að endurvekja sinn feril."
Í þættinum var til gamans sett saman sérstakt úrvalslið Bestu deildarinnar þar sem Víkingar komu ekki til greina. Víkingur hefur verið langbesta lið deildarinnar.
Úrvalsliðið án Víkinga: Árni Snær Ólafsson (m) (Stjarnan); Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik), Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan), Hlynur Freyr Karlsson (Valur), Kristinn Jónsson (KR); Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik), Davíð Snær Jóhannsson (FH), Aron Jóhannsson (Valur); Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur), Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan), Emil Atlason (Stjarnan).
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir neðan en þar er einnig rætt um þá leikmenn sem bönkuðu á dyrnar og komust á sérstakan varamannabekk.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir