Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 11. október 2024 08:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Berglind Björg: Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir veit ekki hvað gerist næst á hennar ferli. Í frétt Vísis kemur fram að hún hafi fengið símtal frá framkvæmdastjóra Vals, Styrmi Þór Bragasyni, á mánudag þar sem henni var tilkynnt að samningi hennar hefði verið sagt upp. Uppsagnarákvæði var í samningi hennar og nýtti Valur sér það.

Þjálfarar Vals vilja, eins og aðstoðarþjálfarinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sagði við Fótbolta.net á miðvikudagskvöld, halda Berglindi í sínu liði. Berglind ræddi við Vísi.

„Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður," sagði Berglind við Vísi.

Berglind útilokar ekki að skrifa undir nýjan samning við Val. Hún segist hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum íslenskum félögum og einnig erlendis frá.

„Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína," sagði Berglind sem sneri aftur á völlinn í sumar eftir barneign.

Berglind er 32 ára framherji sem skoraði fjögur mörk í þrettán deildarleikjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner