Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 11. október 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég væri betri ef við hefðum unnið leikinn, en ég er sáttur með mína innkomu og hversu góðir við vorum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk," sagði Logi Tómasson, hetja kvöldsins, eftir jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Logi minnkaði muninn í 1-2 með glæsilegu skoti, fyrsta landsliðsmarkið á ferlinum, og átti svo risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem er skráð sjálfsmark á markvörð Wales.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við pressuðum þá út um allan völl og gerðum vel við boltann í nánast hvert einasta skipti sem við fengum hann. Við vorum með meðbyr."

Kemur þú inn til að breyta leiknum sjálfur?
„Nei, ekkert þannig, ég er náttúrulega bara bakvörður þannig markmiðið er að koma inn og fá allavega ekki á sig annað mark og reyna breyta leiknum eins og maður getur. Ég ímyndaði mér ekki tvö mörk eða eitt og hálft. Þetta er bara bónus."

Um fyrra markið, utanfótar snudda
„Ég hitti boltann vel, sá að hornið var autt. Ég er bara sáttur. Já já, ég hef oft gert þetta, vanur að skora svona mörk á æfingum og stundum í leikjum."

Um seinna markið
„Ég var að reyna pota boltanum á Orra og boltinn er á leiðinni á Orra svo blakar markmaðurinn boltanum inn og sætt að hann endar inni. Ég ætlaði að gefa Orra mark, hann er með mér á herbergi og það hefði verið gaman að gefa honum mark og stoðsendingu á mig. En sjálfsmark í staðinn. Ég er ekkert alltof sáttur við að þetta sé skráð sjálfsmark, en það er eins og það er."

„Ég vissi að þetta var mark, sá að boltinn fór yfir línuna, en ég vissi reyndar ekki hvað hann var að dæma á, en svo sé ég menn fagna og það er sætt. Ég geri bara eitthvað (í fagninu), maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera."

„Auðvitað er maður svekktur að fá ekki að byrja, en það er ekkert undir mér komið. Sjálfstraustið er mjög gott núna,"
sagði Logi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir