Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   fös 11. október 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Gaf Åge fimmu í fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég væri betri ef við hefðum unnið leikinn, en ég er sáttur með mína innkomu og hversu góðir við vorum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk," sagði Logi Tómasson, hetja kvöldsins, eftir jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Logi minnkaði muninn í 1-2 með glæsilegu skoti, fyrsta landsliðsmarkið á ferlinum, og átti svo risastóran þátt í jöfnunarmarkinu sem er skráð sjálfsmark á markvörð Wales.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við pressuðum þá út um allan völl og gerðum vel við boltann í nánast hvert einasta skipti sem við fengum hann. Við vorum með meðbyr."

Kemur þú inn til að breyta leiknum sjálfur?
„Nei, ekkert þannig, ég er náttúrulega bara bakvörður þannig markmiðið er að koma inn og fá allavega ekki á sig annað mark og reyna breyta leiknum eins og maður getur. Ég ímyndaði mér ekki tvö mörk eða eitt og hálft. Þetta er bara bónus."

Um fyrra markið, utanfótar snudda
„Ég hitti boltann vel, sá að hornið var autt. Ég er bara sáttur. Já já, ég hef oft gert þetta, vanur að skora svona mörk á æfingum og stundum í leikjum."

Um seinna markið
„Ég var að reyna pota boltanum á Orra og boltinn er á leiðinni á Orra svo blakar markmaðurinn boltanum inn og sætt að hann endar inni. Ég ætlaði að gefa Orra mark, hann er með mér á herbergi og það hefði verið gaman að gefa honum mark og stoðsendingu á mig. En sjálfsmark í staðinn. Ég er ekkert alltof sáttur við að þetta sé skráð sjálfsmark, en það er eins og það er."

„Ég vissi að þetta var mark, sá að boltinn fór yfir línuna, en ég vissi reyndar ekki hvað hann var að dæma á, en svo sé ég menn fagna og það er sætt. Ég geri bara eitthvað (í fagninu), maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera."

„Auðvitað er maður svekktur að fá ekki að byrja, en það er ekkert undir mér komið. Sjálfstraustið er mjög gott núna,"
sagði Logi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner