Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 11. október 2024 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands: Þið hélduð að Lui væri búinn?
Icelandair
Logi og Orri Steinn Óskarsson fagna.
Logi og Orri Steinn Óskarsson fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhann Berg og Jón Dagur.
Jóhann Berg og Jón Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon Rafn með boltann.
Hákon Rafn með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir okkar lentu 2-0 undir en ko

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Hákon Rafn Valdimarsson - 7
Náði næstum því að bjarga fyrra markinu og varði tvisvar mjög vel í leiknum. Smá óöruggur á köflum samt.

Valgeir Lunddal Friðriksson - 5
Var óöruggur ásamt allra varnarlínunni í fyrri hálfleik en steig betur upp í seinni hálfleiknum.

Sverrir Ingi Ingason - 5
Leiðtoginn í vörninni þarf að koma mönnum betur saman. Var góður í seinni hálfleiknum.

Daníel Leó Grétarsson - 3
Leit illa út í fyrra markinu sem Wales skoraði. Elti ekki manninn nógu vel. Ekki nægilega traustur í þessu leik.

Kolbeinn Birgir Finnsson - 3
Átti mjög erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleiknum og var tekinn af velli í hálfleik.

Willum Þór Willumsson - 3
Líklega slakasti landsleikur sem Willum hefur spilað og var honum kippt út af í hálfleik.

Stefán Teitur Þórðarson - 5
Var afskaplega dapur í fyrri hálfleiknum en gerði talsvert betur í seinni hálfleiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson - 6
Var eins og flestir betri í seinni hálfleiknum. Náði að rífa liðið upp og var óheppinn að skora ekki.

Jón Dagur Þorsteinsson - 8
Átti stoðsendingarnar í báðum mörkunum og það var mikill kraftur í honum allan leikinn. Seinni stoðsendingin var sérstaklega hugguleg.

Andri Lucas Guðjohnsen - 6
Það var mikill kraftur í honum og hann vann ófáa skallabolta. Var svekktur út í sjálfan sig að skora ekki.

Orri Steinn Óskarsson - 7
Sýndi á köflum mögnuð gæði en hann hefði átt að skora. Frábær í þessum leik.

Varamenn:
Logi Tómasson - 9
Ótrúleg innkoma hjá Loga. Þetta er kvöld sem hann mun aldrei gleyma. Þið hélduð að Lui væri búinn? Svo sannarlega ekki. Slefar bara í tíu fyrir sína innkomu.

Mikael Egill Ellertsson - 4
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner