Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ungur Valsari á reynslu hjá Club Brugge og Hoffenheim
Mynd: Valur
Valsarinn og unglingalandsliðsmaðurinn Mattías Kjeld hefur síðustu vikur verið á reynslu erlendis.

Mattías er fæddur árið 2009 og enn gjaldgengur í 3. flokk en spilaði þá mest megni með 2. flokki í sumar.

Hann var einnig í hópnum hjá meistaraflokki í nokkrum leikjum í sumar en þessi ungi leikmaður er einn sá efnilegasti á landinu.

Valsarinn fór á reynslu hjá þýska félaginu Hoffenheim á dögunum og er nú að æfa með belgíska liðinu Club Brugge.

„Matti er frábær leikmaður sem er virkilega gaman að þjálfa. Hann er ótrúlega langt kominn hvað varðar tækni og er með mikla fótboltagreind miðað við aldur. Hann er klárlega með alla burði til þess að komast sem lengst, en það er undir okkur komið að tryggja að svo verði,“ sagði Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari yngri flokka Vals, um Mattías.

Mattías á 3 landsleiki að baki fyrir U15 ára landsliðið og skorað 2 mörk.
Athugasemdir
banner