Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 11. desember 2024 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einungis örfáir leikmenn Man Utd öruggir
Hvorki Rashford né Garnacho eru taldir upp í upptalningu Plettenberg.
Hvorki Rashford né Garnacho eru taldir upp í upptalningu Plettenberg.
Mynd: Getty Images
Florian Plettenberg, blaðamaður Sky í Þýskalandi, fjallar um það í dag að einungis örfáir leikmenn Manchester United séu öruggir um að verða ekki seldir i janúar.

Hann nefnir að Amad Diallo, Kobbie Mainoo, Noussair Mazraoui, Matthijs de Ligt, Leny Yoro og Andre Onana séu alls ekki til sölu en segir svo að aðrir 2-3 aðrir ónefndir lykilmenn séu einnig öruggir með sína stöðu.

Aðrir leikmenn í leikmannahópnum gætu verið seldir ef ásættanleg tilboð berast annað hvort í janúarglugganum eða næsta sumar. Marcus Rashford er talinn vera þar á meðal og slúðrað hefur verið um að Lisandro Martínez sé einnig til sölu.

Rúben Amorim, nýr stjóri United, fær því tækifæri til að setja sitt handbragð á hópinn. United er ekki sagt hafa mikið svigrúm til að kaupa leikmenn í janúar en með því að losa einhverja úr hópnum gæti opnast gluggi fyrir portúgalska stjórann til að sækja leikmann sem hann telur vanta í hópinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner