Real Madrid tapaði 2-1 gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær. Þrátt fyrir að hafa verið undir stærstan hluta seinni hálfleiksins þá kom Kylian Mbappe ekki inná.
Þó Mbappe hafi verið á bekknum þá var hann ekki leikfær. Mbappe puttabrotnaði á sunnudaginn og í gær var sagt að hann væri einnig að glíma við vöðvavandamál.
Þó Mbappe hafi verið á bekknum þá var hann ekki leikfær. Mbappe puttabrotnaði á sunnudaginn og í gær var sagt að hann væri einnig að glíma við vöðvavandamál.
Mbappe er tæpur fyrir leikinn gegn Alaves í spænsku deildinni á sunnudaginn en Real Madrid hefur gengið illa síðustu vikur og er aðeins með tvo sigra í átta leikjum.
Marca segir ólíklegt að Mbappe geti spilað um komandi helgi, þó meiðsli hans séu ekki alvarleg. Real Madrid mun ekki taka neina áhættu með Mbappe, sem er einn besti leikmaður heims.
„Það er of snemmt að segja til um það hvort hann verði klár á sunnudaginn. Hann var klárlega ekki klár í að spila í dag. Ef hann er ekki á vellinum þá söknum við hans," sagði Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, eftir leikinn í gær.
Mbappe hefur skorað 25 mörk á þessu tímabili og átt fjórar stoðsendingar. Það er 64% af þeim 45 mörkum sem Real Madrid hefur skorað á tímabilinu.
Athugasemdir



