Sparkspekingurinn Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið gagnrýninn á Mohamed Salah á þessu tímabili. Ekki síst á hegðun Egyptans utan vallar og viðtalið umtalaða eftir jafnteflið gegn Leeds.
Carragher sagði meðal annars að vandræði Salah hjá Chelsea og að hann hafi ekki unnið til verðlauna með Egyptalandi sýni að fótbolti sé ekki einstaklingsíþrótt.
Vinur Salah, Ahmed Elmohamady fyrrum leikmaður Aston Villa, hraunar yfir Carragher á samfélagsmiðlum. Salah og Elmohamady léku fjöldamarga leiki saman með egypska landsliðinu.
Carragher sagði meðal annars að vandræði Salah hjá Chelsea og að hann hafi ekki unnið til verðlauna með Egyptalandi sýni að fótbolti sé ekki einstaklingsíþrótt.
Vinur Salah, Ahmed Elmohamady fyrrum leikmaður Aston Villa, hraunar yfir Carragher á samfélagsmiðlum. Salah og Elmohamady léku fjöldamarga leiki saman með egypska landsliðinu.
„Jamie þú ert til skammar. Salah endurskrifaði sína sögu með mikilli vinnusemi, auðmýkt og heimsklassa frammistöðu. Hann brást ekki hjá Chelsea, hann fékk bara ekki traust og tækifæri þar. Hann fór til Ítalíu, endurbyggði ferilinn og varð að goðsögn í ensku úrvalsdeildinni," segir Elmohamady.
„Salah hefur borið egypska landsliðið á herðum sér í mörg ár, og á stóran þátt í að koma liðinu tvisvar á HM."
Elmohamady skaut svo á Carragher sem sérfræðing.
„Það er ekki skrítið að Cristiano Ronaldo horfði framhjá þér. Það er ekki skrítið af hverju Lionel Messi vildi ekki tala við þig. Það er ekki skrítið að Mourinho sagði að þú værir undir meðallegi og ekki einu sinni meðal þúsund bestu varnarmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar."
Athugasemdir




