Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. janúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Ég er ekki klikkaður
Ummæli Conte voru vægast sagt undarleg er hann var spurður út í Sanchez
Ummæli Conte voru vægast sagt undarleg er hann var spurður út í Sanchez
Mynd: Getty Images
Antonie Conte, þjálfari Inter á Ítalíu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 1-1 jafnteflið gegn Atalanta í Seríu A í gær en hann var þar spurður út í stöðuna á Alexis Sanchez.

Sanchez, sem er 31 árs gamall, hefur verið á bekknum hjá Inter í síðustu tveimur leikjum en hann hefur ekki fengið mínútu í þeim leikjum.

Sílemaðurinn er á láni frá Manchester United en hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu.

„Þú minnist á Sanchez. Herramenn, leikmenn verða að vera í formi til að spila. Ég er ekki klikkaður. Annað hvort er ég hálfviti eða ég vil skaða sjálfan mig. Ég trúi því að ef þú leggur einn og einn saman þá færðu tvo en ef þú leggur einn og einn saman og færð út fimm.." sagði Conte og óljóst hvert hann var að fara með þetta en útskýri það í svarinu á eftir.

„Ef þú setur einhvern í byrjunarliðið þá er ástæða fyrir því, þetta snýst ekki að framkvæma hara-kiri eða af því ég er klikkaður," sagði hann í lokin.

Fyrir áhugasama er Hara-Kiri sjálfsmorðshefð sem samúræjar í Japan framkvæmdu til að vernda heiður sinn frá skömm eða aftöku.
Athugasemdir
banner
banner