„Ég var vonsvikinn með niðurstöðuna. Mér fannst við byrja leikinn fínt, það var jafnræði með liðunum svo þegar við gerðum það sem við ætluðum að gera fannst mér við finna einhver svæði. En því miður gefum við þeim fyrsta markið og annað markið sömuleiðis soft. Við sköpuðum nokkra sénsa í dag en erum klaufar fyrir framan markið og fáum á okkur fimm mörk sem er of mikið.“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 5-0 tap gegn FH í dag.
Lestu um leikinn: FH 5 - 0 KA
Ertu ósáttu með Tönning í fyrsta markinu?
„Við gerum honum ekki greiða með að gefa erfiða sendingu til baka. Svo tekur hann snertingu og er að fara að gefa hann með vinsti og þá finnst mér við þurfa að hugsa svolítið varnarlega, hvað ef það klikkar, við gerum það ekki. Sendingin var ekki góð og þeir senda boltann í tómt markið. Mér finnst ósanngjarnt að kenna bara markmanninum um þetta. Því miður voru þetta ódýr mörk og það er erfitt að kenna bara markmanninum um þetta. Staðan er ekki verri en að við töpuðum fótboltaleik. Þetta er lang hlaup og við verðum í þessari baráttu, það eru 12 leikir eftir.“
Hvernig fannst þér frammistaða KA í dag?
„Mér fannst frammistaðan í lagi þangað til fyrstu tvö mörkin koma, það var bara högg. Mörkin eru bara of ódýr og við verjumst ekki vel. Þar er vandinn eðlilega þegar það fer 5-0. Við verðum svekktir fyrsta klukkutíman á leiðinni heim. Svo bara upp með hausinn, segja sögur á leiðinni og vera klárir í næsta leik.“
Viðar Örn var aftur ekki í hóp KA-manna, er möguleiki að hann fari í glugganum?
„Bara hef ekki hugmynd um það, hann er bara ennþá meiddur aftan í læri.“
Glugginn opnar á fimmtudaginn er KA að fara að styrkja sig?
„Já það er góður möguleiki á því.“
Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir