Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fös 12. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Aðeins tvö lið sem eru ekki í baráttu
Mynd: EPA
Lazio tekur á móti Salernitana í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og fer leikurinn fram í kvöld, þar sem bæði lið þurfa á sigri að halda.

Lazio er í harðri Evrópubaráttu á meðan botnlið Salernitana þarf kraftaverk til að forðast fall þriðja árið í röð.

Á morgun fer fram nágrannaslagur í Tórínó, þar sem Torino tekur á móti stórliði Juventus, áður en spútnik lið Bologna fær Monza í heimsókn. Bologna er óvænt í fjórða sæti deildarinnar fyrir lokahnykkinn og gæti unnið sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð með góðum endaspretti í vor.

Napoli, Milan, Roma og Inter mæta öll til leiks á sunnudeginum og eiga þau öll leiki gegn liðum í fallbaráttunni.

Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eiga svo leik á mánudag áður en Atalanta og Verona eigast við í lokaleik 32. umferðar.

Til gamans má geta að nánast öll lið ítölsku deildarinnar eru enn í harðri baráttu á tímabilinu. Það eru aðeins Inter og Genoa sem eru ekki lengur í neinni baráttu.

Föstudagur:
18:45 Lazio - Salernitana

Laugardagur:
13:00 Lecce - Empoli
16:00 Torino - Juventus
18:45 Bologna - Monza

Sunnudagur:
10:30 Napoli - Frosinone
13:00 Sassuolo - Milan
16:00 Udinese - Roma
18:45 Inter - Cagliari

Mánudagur:
16:30 Fiorentina - Genoa
18:45 Atalanta - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner