Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. maí 2022 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór og Þorleifur áfram í bikarnum - SönderjyskE fallið
Mynd: Getty Images
Þeir Arnór Ingvi Traustason og Þorleifur Úlfarsson eru komnir áfram í 16-liða úrslit US Open bikarsins eftir sigra í gærkvöldi.

Arnór Ingvi er leikmaður New England Revolution sem vann 5-1 sigur á FC Cincinnati í gær. Arnór lék allan leikinn fyrir New England.

Þorleifur er leikmaður Houston Dash sem vann 1-0 sigur á San Antonio. Sigurmarkið kom á 82. mínútu en strax í kjölfarið kom Þorleifur inn á og spilaði til loka.

Í Danmörku féll SönderjyskE úr efstu deild þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn FC Nordsjælland. Einungis tvær umferðir eru eftir af dönsku deildinni og Sönderjyske er sjö stigum frá öruggu sæti. Atli Barkarson var í byrjunarliði liðsins í gær og spilaði fram í uppbótartíma þegar hann var tekinn af velli. Kristófer Ingi Kristinsson er frá vegna meiðsla.

Olympiakos tapaði þá gegn Panathinaikos í grísku deildinni og var Ögmundur Kristinsson á bekknum hjá grísku meisturunum sem eru langefstir í deildinni og þegar orðnir meistarar. PAOK, sem er í öðru sæti, tapaði einnig. Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn og fékk gult spjald þegar PAOK tapaði 0-1 á heimavelli gegn Aris.

Í Noregi komst Kristiansund áfram í bikarnum eftir 1-4 útisigur gegn Surnadal. Brynjólfur Andersen Willumsson byrjaði leikinn og spilaði fyrstu 74 mínúturnar í leiknum. Í Svíþjóð missti Malmö, sem Milos Milojevic stýrir, toppsætið til AIK þegar AIK vann 2-0 heimasigur gegn Malmö.

Aðrir Íslendingar í gær:
María Catharina í sigurliði - Hallbera Guðný tapaði
Danmörk: Ísak með bæði mörkin í mikilvægum sigri
Athugasemdir
banner
banner