Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marinakis: Eðlileg viðbrögð á tilfinningaþrunginni stundu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nottingham Forest gerði 2-2 jafntefli í nágrannaslag gegn föllnu liði Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og voru sterkar tilfinningar ríkjandi.

Evangelos Marinakis, umdeildur eigandi Nottingham Forest, missti stjórnar á skapi sínu eftir lokaflautið og óð inn á völlinn til að eiga orð við Nuno Espírito Santo þjálfara liðsins.

   11.05.2025 18:00
Eigandi Forest óð inn á völlinn eftir jafnteflið


Marinakis virtist skamma Nuno fyrir eitthvað, en þjálfarinn gerði lítið úr atvikinu í viðtali að leikslokum. Þjálfarinn segir samtalið hafa snúist um misskilning frá lokakaflanum þegar Forest spilaði hluta af leiknum einum leikmanni færri vegna ruglings í kringum meiðsli og skiptingar.

Það var mikið af tilfinningum í spilunum þar sem Forest er óvænt í baráttu um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni, eftir um þriggja áratuga fjarveru frá Evrópukeppnum.

Gary Neville og fleiri fótboltasérfræðingar voru snöggir að fordæma hegðun Marinakis. Neville sjálfur fór svo langt að hann ákvað að hvetja Nuno til að segja upp þjálfarastarfinu og leita sér að betra tilboði frá öðru félagi.

Marinakis tók eftir allir þeirri neikvæðu umfjöllun sem atvikið fékk vegna hegðunar hans og birti yfirlýsingu til að útskýra mál sitt.

„Við vorum pirraðir útaf meiðslunum hjá Taiwo (Awoniyi). Læknateymið sagði að hann gæti haldið áfram, en svo kom í ljós að hann gat það ekki. Þessi viðbrögð eru eðlileg. Þau sanna ástríðuna sem brennur innra með okkur og þráir velgengni félagsins," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Í dag er dagur til að fagna vegna þess að eftir 30 ára fjarveru mun Nottingham Forest taka aftur þátt í Evrópukeppni. Ég lofaði stuðningsmönnum þessu þegar við komumst upp í úrvalsdeildina og núna er það að rætast.

„Það eru tvær umferðir eftir af deildartímabilinu og er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að trúa þar til eftir síðasta lokaflaut tímabilsins. Allir innan félagsins eru stoltir af Nuno og starfsteyminu hans og við hlökkum til að fagna þessu afreki saman eftir tímabilið."


Nuno tók við stjórn á Nottingham þegar liðið var í harðri fallbaráttu í desember 2023 og hefur gert frábærlega í að snúa slöku gengi liðsins við á einu og hálfu ári.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner