Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Forest óð inn á völlinn eftir jafnteflið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var furðulegt atvik sem átti sér stað eftir 2-2 jafntefli Nottingham Forest gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var afar tilfinningaþrungin stund þar sem Forest þurfti sigur gegn löngu föllnum nágrönnum sínum í liði Leicester. Forest tókst þó ekki ætlunarverk sitt og urðu lokatölur 2-2.

Evangelos Marinakis, grískur eigandi Nottingham Forest, óð inn á völlinn eftir lokaflautið og virtist skamma Nuno Espírito Santo þjálfara liðsins.

„Ef ég væri Nuno þá myndi ég láta Marinakis heyra það, svona hegðun er langt fyrir neðan allar hellur. Hann er búinn að tryggja liðinu þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð eftir langa fjarveru," sagði Gary Neville meðal annars í beinni útsendingu.

Nuno Espírito Santo tjáði sig um atvikið að leikslokum.

„Hann ræddi við mig útaf misskilningi í kringum skiptinguna hjá Taiwo Awoniyi. Við breyttum um skiptingu og þurftum að spila manni færri í smá stund útaf því, sem var pirrandi fyrir alla," sagði Nuno.

„Við vorum með meiddan leikmann á vellinum og ætluðum að skipta honum útaf en fengum svo þau skilaboð að hann vildi halda áfram að spila leikinn. Stuttu seinna kom svo í ljós að hann gat ekki haldið áfram og þess vegna vorum við leikmanni færri í smá stund.

„Fótbolti snýst um tilfinningar og það getur verið erfitt að stjórna þeim, sérstaklega í svona aðstæðum þar sem mikið er í húfi. Það eru ennþá tveir leikir eftir og þetta er ekki lengur í okkar höndum en við munum gera okkar besta."


Forest situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir slakt gengi síðustu vikur. Liðið er aðeins búið að ná í fimm stig af síðustu fimmtán mögulegum en er þrátt fyrir það aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

Marinakis eigandi félagsins er afar umdeildur einstaklingur sem hefur margoft verið sakaður um glæpastarfsemi.

Hann er eigandi Olympiakos í Grikklandi og er borgarfulltrúi í hafnarborginni Piraeus. Marinakis er talinn stjórna skipaflutningi á ýmsum varningi um miðjarðarhafið.

Nottingham Forest's Evángelos Marinákis had an intense conversation with Nuno Santos after their draw against Leicester.
byu/DavidRolands insoccer

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner