Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 12. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool bíður eftir Zubimendi
Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi.
Mynd: Getty Images
Liverpool er enn að bíða eftir því að miðjumaðurinn Martin Zubimendi taki ákvörðun um framtíð sína.

Leikmaðurinn er með 60 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum sem Liverpool er tilbúið að virkja.

Ákvörðunin liggur hjá honum, en hann er enn að melta stöðuna.

Real Sociedad er að gera ýmislegt til að sannfæra hann um að vera áfram og félagið er núna búið að bjóða honum nýjan samning á hærri launum.

Það er möguleiki að Sociedad missi tvo lykilmenn af miðsvæðinu í sumar því Arsenal er að reyna að kaupa Mikel Merino.
Athugasemdir
banner
banner