Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyna ýmislegt svo Zubimendi hafni Liverpool
Zubimendi fagnar marki með Real Sociedad.
Zubimendi fagnar marki með Real Sociedad.
Mynd: EPA
Í leik með Spáni á EM.
Í leik með Spáni á EM.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad er að vinna í því að sannfæra miðjumanninn Martin Zubimendi um að vera áfram hjá félaginu.

Liverpool er að reyna að kaupa Zubimendi, sem var með spænska landsliðinu á EM í sumar. Hann kom af bekknum þegar Rodri meiddist í úrslitaleiknum.

Þessi 25 ára leikmaður hefur verið hjá Sociedad síðan 2011 og er með riftunarákvæði upp á 51,5 milljónir punda.

Hann hjálpaði Sociedad að enda í sjötta sæti í La Liga á síðasta tímabili, en félagið er að vinna í því að sannfæra hann um að vera áfram.

Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, fer fyrir þeim hópi sem er að reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá félaginu. Alguacil á sterkt samband við miðjumanninn en hann gaf honum sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2019.

Alguacil hefur fundað nokkrum sinnum með Zubimendi í þessari viku þar sem hann hefur ítrekað við að hann að það væri best fyrir hann að vera áfram. Samkvæmt Daily Mail þá hefur Zubimendi aldrei verið eins nálægt því að fara og núna, en hann hafnaði Arsenal og Bayern München síðasta sumar.

Heimildarmenn Mail á Spáni segja að félagið sé að reyna að minna Zubimendi á það hversu gott líf hann á San Sebastian. Hann á mikið magn af vinum á svæðinu og elskar að fara í göngutúr um Monte Urgull fjallagarðinn.

Alguacil hefur einnig talað við Zubimendi um að stuðningsmenn Sociedad verði reiðir ef hann yfirgefur félagið, sérstaklega út af ummælum sem leikmaðurinn lét falla fyrr í sumar. „Hvar spila ég á næsta tímabili? Ég verð hjá Real Sociedad. Ég er með samning og þar líður mér best," sagði Zubimendi.

Zubimendi hefur haldið áfram að æfa með Real Sociedad og er stefnt á að hann spili í næsta æfingaleik liðsins í Berlín, höfuðborg Þýskalands.

Zubimendi gæti orðið fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot fær til sín síðan hann tók við stjórn Liverpool af Jurgen Klopp en það verður fróðlegt að sjá hvort hann samþykki að fara til Liverpool eða verði áfram hjá Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner
banner