Í Þungavigtinni í dag var fjallað um að Björgvin Brimi Andrésson, leikmaður Gróttu, væri á leið á reynslu til enska félagsins Stockport. Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, staðfesti svo við Fótbolta.net að Björgvin færi út eftir tímabilið.
Björgvin er efnilegur sóknarmaður, unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2008 og spilar með Gróttu í 2. deild.
Björgvin er efnilegur sóknarmaður, unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2008 og spilar með Gróttu í 2. deild.
Hann lék einn leik með KR í Lengjubikarnum áður en hann fór yfir til grannanna. Hann hefur spilað 19 leiki í sumar og skorað fimm mörk.
Hjá Stockport er bróðir Björgvins Brima, U21 landsliðsmaðurinn Benoný Breki, en hann var keyptur frá KR síðasta vetur eftir að hafa orðið markakóngur í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir