Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. september 2019 18:04
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Helgi hættir með Fylki (Staðfest)
Helgi hættir með Fylki eftir tímabilið.
Helgi hættir með Fylki eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau tíðindi bárust fyrir skömmu að Helgi Sigurðsson hættir sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið.

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Fylkismenn hafa þó ekkert gefið út um arftaka Helga.

Í tilkynningu sem birt var á Facebook síðu íþróttafélagsins Fylkis segir að knattspyrnudeild Fylkis og Helgi Sigurðsson hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Helgi láti að stöfum eftir yfirstandandi tímabil. Ákvörðunin er tekin í bróðerni og sátt beggja aðila.

Helgi tók við Fylki árið 2016 eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni, árið 2017 komst liðið upp úr Inkasso-deildinni og hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.

Fylkir er í 9. sæti með 25 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, sjö stigum frá fallsæti.

„Ég vil byrja á að þakka Fylki fyrir traustið og tækifærið sem mér var gefið árið 2016. Við höfum náð flestum okkar markmiðum. Þetta hafa verið góð ár, ég hef kynnst mikið af góðu fólki í kringum félagið. Það hefur verið frábært að vinna með þjálfarateyminu en allir sem hafa komið að verkefninu hafa lagt mikið á sig. Ég vil koma góðum kveðjum á stuðningsmenn Fylkis sem tóku vel á móti mér og hafa reynst mér vel. Ég vona að Fylkisfólk mæti á þá leiki sem eftir eru og hjálpi okkur að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum," segir Helgi Sigurðsson í tilkynningu frá Fylki.

Hér að neðan má sjá tilkynningu Fylkis í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner