mán 12. september 2022 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karius í Newcastle (Staðfest)
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Newcastle
Þýski markvörðurinn Loris Karius er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, hann er búinn að skrifa undir samning sem gildir þangað til í janúar.

Möguleiki er fyrir Newcastle að framlengja samninginn út leiktíðina.

Karius hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Liverpool í sumar. Félagaskiptaglugginn er lokaður en hann gat samið við félag þar sem hann var ekki með samning neins staðar.

Karl Darlow er meiddur og kemur Karius til með að leysa hann af hólmi. Hann verður varamarkvörður fyrir Nick Pope.

Sá þýski segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar hann heyrði af áhuga Newcastle.

Karius hafði ekkert spilað fyrir Liverpool síðan hann varði mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid árið 2018. Í þeim leik gerði hann tvö mistök sem kostuðu mark og Liverpool tapaði 3-1. Hann er þekktastur fyrir þann leik, því miður fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner