Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2020 20:56
Victor Pálsson
Sagður heimta mun hærri laun - Launahæsti markvörður heims?
Mynd: Getty Images
Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, mun aðeins skrifa undir nýjan samning við félagið ef hann verður launahæsti markvörður heims.

Það er Goal.com sem greinir frá þessu en Barcelona hefur reynt að framlengja samning Ter Stegen síðustu mánuði.

Þjóðverjinn er af mörgum talinn einn besti markmaður heims og hefur verið öruggur á milli stanganna á Spáni.

Ter Stegen verður samningslaus sumarið 2022 og er reiðubúinn að krota undir til ársins 2025 ef samkomulag næst um laun.

Samkvæmt Goal þá vill Ter Stegen fá 18 milljónir evra í árslaun og yrði hann þá næst launahæsti leikmaður liðsins.

Aðeins Lionel Messi, einn besti leikmaður heims, fengi betri laun ef þessi samningur verður að veruleika.

Athugasemdir
banner
banner
banner