Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Setur spurningamerki við að Amorim losi sig við Van Nistelrooy
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í gær að Ruud van Nistelrooy sé búinn að yfirgefa Manchester United.

Van Nistelrooy hefur verið í þjálfarateymi United á yfirstandandi tímabili og stýrt liðinu til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag var rekinn. Undir hans stjórn vann Man Utd þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði engum.

Ruben Amorim er núna tekinn við stjórnartaumunum og mun Van Nistelrooy ekki starfa með honum. Amorim kemur með sitt eigið teymi.

Rio Ferdinand, goðsögn hjá Man Utd, telur að Amorim sé að gera mistök með því að halda ekki í Van Nistelrooy. Hollendingurinn var búinn að tala opinskátt um að hann vildi halda áfram hjá félaginu.

„Leikmennirnir kunna ótrúlega vel við hann og þeir vildu standa sig vel fyrir hann," sagði Ferdinand.

„Þú ert með mann sem er með gott samband við leikmennina. Af hverju ertu að losa þig við hann?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner