Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   mið 12. nóvember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Chelsea fluttur á sjúkrahús
Mynd:
Oscar, fyrrum leikmaður Chelsea, gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum hafa rannsóknir á sjúkrahúsi leitt í ljós að hann er með hjartavandamál.

Hann er sagður hafa veikst skyndilega þegar hann var á þrekhjóli á æfingu brasilíska liðsins Sao Paulo í gær.

Þessi 34 ára gamli Brasilíumaður var hjá Chelsea í fimm ár áður en hann gekk til liðs við kínverska félagið Shanghai Port fyrir 60 milljónir punda árið 2016. Hann gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt, Sao Paulo, í desember og hefur spilað 21 leik fyrir liðið.

Hann hefur ekkert spilað siðan í ágúst þegar hann hryggjaliðsbrotnaði í leik gegn Corinthians.
Athugasemdir
banner