Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 05:55
Hafliði Breiðfjörð
Meistaradeild kvenna í dag - Glódís Perla og Sædís í eldlínunni
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fara fram í Meistaradeild kvenna í kvöld þar sem Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði og Sædís Rún Heiðarsdóttir liðsfélagi hennar í landsliðinu verða í eldlínunni.

Þær eru báðar í C-riðli en þegar er ljóst að Bayern Munchen og Arsenal fara áfram úr riðlinum. Valerenga og Juventus sitja eftir

Glódís Perla og liðsfélagar hennar í Bayern fá lið Juventus í heimsókn klukkan 17:45 en á sama tíma mætir Valerenga, lið Sædísar, liði Arsenal í Noregi.

Meistaradeild kvenna
17:45 Bayern - Juventus
17:45 Valerenga - Arsenal
20:00 Hammarby - Barcelona
20:00 Manchester City - St. Polten
Athugasemdir
banner
banner
banner