Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   fös 12. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim veit ekki hvort Afríkutríóið geti verið með
Amad Diallo er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar.
Amad Diallo er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar.
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, veit ekki enn hvort Amad Diallo, Bryan Mbeumo og Noussair Mazraoui geti spilað með gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.

Þeir eru allir á leið í Afríkukeppnina og mánudagurinn var settur upp af FIFA sem sá dagur þar sem félagsliðin verða að losa leikmenn sem fara á mótið.

Amad er í landsliði Fílabeinsstrandarinnar, Mbeumo í því kamerúnska og Mazraoui spilar fyrir Marokkó.

„Það eru samræður í gangi við landsliðin. Leikurinn er á mánudag og þeir eru að æfa, við búum okkur undir hvað sem er. Enginn veit hver spilar á mánudag sem er pirrandi en gæti líka verið jákvætt. Við erum með leikmenn sem geta ráðið við allt," segir Amorim.

Amorim býst við því að þetta skýrist á morgun, laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner